Skyndihjálp
Blástursaðferðin
Ef sjúklingur andar ekki þarf að byrja á því að tryggja að öndunarvegur sé ekki stíflaður (kanna hvort aðskotahlutur eða tunga hindri loftstreymi til lungna) og fjarlægja stíflu ef svo er og einnig þarf maður að vera viss um að æðasláttur sé til staðar, ef enginn æðasláttur finnst verður að beita hjartahnoði.
Ef slasaður andar ekki þá:
- Opna öndunarveg
- Dragið að ykkur hreint loft
- Lokið nefi sjúklings og blásið ákveðið inn um munn hans. Lokið munni hans ef blásið er í nef.
- Sjáið brjóstkassann lyftast, það sýnir að loft hefur komist í lungun.
- Lyftu höfði þínu frá andliti sjúklingsins og horfðu á brjóstkassann hníga á meðan þú dregur að þér loft.
- Endurtaktu þetta 12-15 sinnum á mínútu. Mundu að draga að þér hreint loft á milli blástra
- Ef hinn slasaði er kornabarn, blástu þá varlega, munnfylli lofts er nóg til að fylla lungu barns. Hjá kornabörnum er blásið um munn og nef í einu.