Í öllu björgunarstarfi er mikilvægt að kunna vel til verka og vera fljótur að átta sig á aðstæðum og vita hvernig bregðast á við hverju sinni. Til að þessu takmarki verði sem best komið til skila hafa bílaflokkur, bátaflokkur, fjallaflokkur og hestaflokkur það hlutverk að sérhæfa sig á sínu sviði og miðla reynslu og þekkingu áfram til annarra sveitarmeðlima í samvinnu við sitjandi stjórn hverju sinni.
Reglulegar standa þessir flokkar fyrir námskeiðum og æfingum sem ætlast er til að sem flestir mæti á. Þessir viðburðir eru vanalega vel kynntir á félagsfundum og síðan boðaðir í gegn um boðunarkerfið. Nánari upplýsingar um starfssemi flokkana á tenglunum vinstra megin.