Fimmtudagurinn 22 nóv. var fundur hjá unglingadeildinni:) byrjaði hann stundvíslega kl. 20:00 og það mættu sjö stykki. Það sem var gert var að það var skráð sig í jólatrésölu svo var farið yfir sigbúnað og hvernig maður ætti að júmma.
Magga var að sýna krökkunum hvernig þetta allt saman virkaði:) Þegar þetta var allt komið hjá Möggu hvernig sigbúnaðurinn virkaði þá var sett upp lína inn í bílasal og þar fengu krakkarnir að spreita sig á því hvernig maður júmmar:) þetta tókst allt vel og var fundinum slitið um 22:00.
Undirritað af: Sigurborg Jónsdóttir
|
Það vafðist eitthvað fyrir sumum hvernig ætti að fara í beltið |
Til baka