Áttun á vef: Skip Navigation LinksBrák > FUNDIR > Fundir 2007
S
M
Þ
M
F
F
L
1
2
3
4
5
6
7

8
9
10
11
12
13
14

15
16
17
18
19
20
21

22
23
24
25
26
27
28

29
30
31
1
2
3
4

5
6
7
8
9
10
11

Fyrri mánuður
desember 2024
Næsti mánuður
5. nóvember 2008 23:17

Aðalfundur 2008

 

Aðalfundur Björgunnarsveitarinnar Brákar 5 nóvember 2008

 

Skýrsla stjórnar.

 

Nú er loksinns komið að aðalfundi Brákar sem frestaðist frá því í maí í vor.Enn og aftur er hann á haustmánuðum, en hann var settur á vetrardagskrá 2008 í apríl.

Ástæðurnar eru margar og verða ekki tíundaðar frekar.. Á vetrardagskrá 2008-2009 verður aðlafundur dagsettur 1 apríl. Nóg um það.

 

Það sem einkennir síðasta starfsár er sú mikla aukning á útköllum í desember.

Mikið álag var á björgunarfólki, sem bættist ofan á hefðbundna vinnu við jólatrjáa og flugeldasölu og hefðbundnar annir sem fylgja jólamánuðinum.

Brák stóð fyrir þrettándabrennu og flugeldasýnigu á Seleyri sem var okkur öllum til sóma og fengum lof fyrir góða framistöðu.

 

Einnig var Sjómannadagurinn haldin hátíðlegur í útgerðarbænum Borgarnesi, þar sem samtal tveggja manna um að fara í siglingu þennan dag, endaði með fjölskylduhátíð á Borgarnesbryggju í boði björgunarsveitana Brákar, Heiðars og Oks.

Þar var meðal annars boðið upp á siglingu um Borgarfjörðinn, pylsuveislu, leikir, æfingar í notkun björgunarbúnaðs og síðast en ekki síst kom TF-LÍF, þyrla landhelgisgæslunar og hélt sjóbjörgunaræfingu.

Gerði meðlimur í stjórn Borgarbyggðar þessa hátíð að umtalsefni í Skessuhorni og þakkaði björgunarsveitunum fyrir myndarlegt framtak.

Sérstakar þakkir fær þó sjómannadagsnefndin sem framkvæmdi þetta verkefni, með Jóni prímus í farabroddi.

 

Unglingadeildin var rekin af miklum myndarskap af Sigurborgu og Möggu. Hittust þau einu sinni í viku og héldu fundi. Það sem stóð uppúr hjá þeim var ferð til Vestmannaeyja þar sem heimsótt var unglingadeild Vestmannaeyjinga. Þótti sú ferð heppnast einstaklega vel  og voru nokkrir meðlimi betur "sjóaðir" er þeir snéru aftur.

 

Helstu verkefni Brákar þetta árið fyrir utan útköll voru vinna við Borgarfjarðarbrú, vinna við gæslu á menningarviðburðum eins og Sauðamessu og hinum ýmissu skemmtunum.

Um jólin þurfti t.d að bjarga Grýlu sem hafði farið sér að voða er hún ætlaði sér yfir Borgarfjörðin á sundi.

 

Að venju tóku meðlimir úr Brák þátt í Hálendisgæsluverkefninu. Að þessu sinni var farið aftur á Hveravelli og  var vaktin staðin í 7 daga. Að þessu sinni var ekki mikið um verkefni fyrir utan einstaka sprungið dekk.

Þess í stað var haldið upp á stórafmæli að hætti Brákar. Sigurborg átti þá 19 ára afmæli og bauð Brák að því tilefni öllum á staðnum í fría pylsuveislu. Það kvöld fór enginn á tjaldstæðinu svangur að sofa. Þeir sem ekki hafa en tekið þátt í  þessu verkefni ættu að reyna að sjá sér fært um að mæta að ári.

 

Farið var í nokkra ferðir eins og t.d fjölskylduferð á Skjaldbreið og sameiginleg ferð á svæði 4 var farin að Hveravöllum þar sem björgunarfólk gerði sér glaðann dag.

 

Útköll hjá okkur voru að venju mjög fjölbreitt.

Það sem mest bar á var hreinsunarátakið í Borgarnesi og nágreni í desember þar sem Brák eltist við þakplötur, stillansa og skilti um allan bæ og nágrenni. Oft var það sama ruslið sem bjarga þurfti aftur og aftur. Töluvert tjón hlaust af þessum veðrum sem voru alls 4 í þessum mánuði og brotnuði víða rúður í íbúðarhúsum og einnig fór stór rúða í Sparisjóði Mýrasýslu.

Spurningin er hvort hlutabréfahagnaður SPM hafi fokið þar bókstaflega

á haf út.

Sækja þurfti mann sem hafði farið í gegn um ís á vélsleða í Másvatni..Þyrla landhegisgæslunar kom á staðinn rétt á undan björgunarmönnum og hífði mannin úr vökinni.

Í sumar var farið í útkall á Skarðsheiði þar sem vélhjólamaður hafði slasast og sótti þyrla landhelgisgæslunnar hann að beiðni björgunarsveita.

Í tvö skipti var farið á Langavatnsdal til að sækja fasta ferðalanga.

1 úkall var á Skorradalsvatn þar sem skútu hafði hvolft, en búið var að bjarga fólkinu er Brák kom á staðinn.

Rjúpnaveiðitímabilið fór hressilega af stað og tvö útköll voru um liðna helgi sem voru því  tengd.

 

Í tölum lítur vinna okkar í Brák svona út.

 

Félagsfundir:

Stjórnarfundir:

Skráð vinna:45 (ekki talin með jólatjé og flugeldavinna auk annarra vinnu)

Ferðir: 7

Æfingar og námskeið:9

Útköll:27

 

 

Sala neyðarkalla náðist í tvö skipti á milli aðalfunds. Árið 2007 voru seldar konur í neyð og í ár karl í neyð með kleinuhring um hálsin. Voru seldir um 250 stk í hvort skipti. Einn kallinn fór á 1000 krónur norskar sem leggst út á rúmar 18.000.-kr..

 

Árshátíð Brákar fór fram á vormánuðum. Var farið upp í efri byggðir Borgarfjarðar   og fólk gerði sér þar glaðan dag. Var reynt fyrir sér í sveitafittness, farið í sund í Varmalandi og snæddur hátíðarkvöldverður í Hraunsnefi. Þar fengu þær Sigurborg Jónsdóttir og Þorgerður Bjarnadóttir sérstaka viðurkenningu fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu Brákar.

 

Nokkrar viðbætur á búnaði sáu dagsinns ljós. Þar á meðal var fjallabúnaður mikið endurnýjaður. Einnig var keypt Tetra-bílstöð í Brák 2. Stærri báturinn fór í lagfæringu og Brák 2og 3 fóru í viðhald í Artic truck. Svo voru keyptar hillur í bílasal ætlaðar undir flugeldasölu.Einnig eignaðist Bjarni Þorsteins nýja kerru með því dóti sem hann hafði alla tíð dreymt um. Gætir hann hennar þess vegna eins og ormur á gulli.

 

Þannig lýtur starf okkar út í grófum dráttum og er alls að fullu upp talið. Sé síðan horft framm á veginn þá hafa aðstæður breyst í þjóðfélaginu og vissulega verður Brák að bregðast við þessu ástandi eins og aðrir. Það er ljóst að reksturinn verður erfiðari og öll dýrari innkaup verður að skoða vel áður en framkvæmd eru.

 

 

Ég ætla ekki að hafa þetta lengri tölu að þessu sinni en vona að starfið næsta vetur verði jafn  myndarlegt og helst myndarlegra þar sem mörg verkefni bíða okkar. Sóknarfærin eru mörg og margar hendur vinna létt verk.Er það von mín að sem flestir sjái sér fært að leggja hönd á plóg.

 

Fyrir hönd stjórnar björgunnarsveitarinnar Brákar

ErlendurBreiðfjörð

 


Til baka

Senda á Facebook

Framundan