Hér er aðalfundagerð björgunarsveitarinnar Brákar 2012. Til að lesa fundargerðina smellið á hnappin "meira"
Aðalfundur Björgunarsveitarinnar Brákar
11.04.2012 kl:1900
Pétur formaður setti fundinn
Skipaður var fundarstjóri, Pétur stakk upp á Jóhannesi Baldvin, fundur samþykkti með lófataki
Fundarstjóri fór yfir dagskrá fundarins sem var svohljóðandi:
Upplestur fundargerðar síðasta aðalfundar
Umræður um fundargerð og samþykki fundar
Upplestur skýrslu stjórnar
Umræður um skýrslu og samþykki fundar
Reikningar lagðir fram
Umræður um reikninga og samþykki fundar
Kosning formans.
Kosning stjórnar.
Önnur mál
Fyrst var lesinn upp fundargerð síðasta aðalfundar af Erlendi Breiðfjörð. Ein athugasemd var gerð, skýrn á bátum var ári of seint samkvæmt fundargerð.
Því næst var lesin upp skýrsla stjórnar. Það gerði Þorgerður Erla. Við skýrsluna voru ekki gerðar athugasemdir.
Næst voru reikningar lagðir fram. Það gerði Guðrún Kristjáns og fór yfir helstu atriðið þeirra.
Umræður um reikninga voru líflegar að vanda.
Spurt var um eftirfarandi liði:
Kaldadalsskýli: Eftir að rukka skýlasjóð á svæði 4
Tölvukostnað. Hluti af síma og heimasíðurekstri.
Afskriftir og eignir: Það þarf að uppfæra.
Bílakostnaður: Almennur rekstarkostnaður og viðgerðir. Formaður bílaflokks tók það fram að ekki hefði verið farið með bíla í Artic Trucks eins og áður.
Ársátiðar og ferðakostnaður: Skýrist af allur ferðakostnaður við árshátíð var greiddur af Brák, einnig var greitt með vetrarferð og hálendisgæslu
Fasteignagjöld: Dekka styrk Borgarbyggðar eins og áður, ekki sótt um styrk sérstaklega fyrir þessu.
Hagnaður/tap af flugeldasölu: Skýrist af styrkjum sem ekki eru settir inn sem hagnaður auk annars kostnaðar við flugeldasölu.
Mótor á Humber: er eignfærður því hann er dýrari en 250.000kr
Dósainnkoma: er á milli 200-300.00kr á liðnu ári
Fundarstjóri þakkaði fyrir spurningar og bar reikninga upp til atkvæðagreiðslu. Reikningar samþykktir án athugasemda.
Kosning formans: Einn í framboði. Pétur gaf kost á sér. Eingin mótframboð og taldist hann því samþykktur sem formaður
Kosning stjórnar: Kosning var leynileg.
Formaður las upp kjörseðill.
17 atkvæðabærðir í salnum.
Eftirfarandi voru í framboði
Björn Viggó Björnsson: 14 atkvæði, náði kjöri
Erlendur Breiðfjörð:14 atkvæði, náði kjöri
Fannar Kristjáns 15 atkvæði, náði kjöri
Jakob Guðmundsson 16 atkvæði, náði kjöri
Kristinn Jóhann Pétursson 10 atkvæði, náði ekki kjöri
Kristinn Sigmundsson 14 atkvæði, náði kjöri
Sigurður Gunnarsson 2 atkvæði, náði ekki kjöri
Þrír voru með jafn mörg atkvæði og því kosið um einn af þeim sem varamann:
Björn Viggó Björnsson: 9 atkvæði, náði kjöri
Erlendur Breiðfjörð:15 atkvæði, náði kjöri
Kristinn Sigmundsson 9 atkvæði, náði kjöri
Tveir voru með jafn mörg atkvæði og því kosið um einn af þeim sem varamann:
Björn Viggó Björnsson: 9 atkvæði, náði kjöri
Kristinn Sigmundsson 7 atkvæði, náði kjöri sem varamaður.
Hermann Björnsson og Guðmundur Finnur töldu atkvæði.
Önnur mál:
Gamla stjórnin kvödd. Guðrún Kristjáns sem hefur verið gjaldkeri til 28 ára var færður krans og miklar þakkir fyrir sín störf í geng um árin. Jóhannes Baldvin voru færð blóm og miklar þakkir sín störf. Þorgerður Erla voru færð blóm og miklar þakkir fyrir sín störf.
Guðmundur Símonarsson hældi nýjum myndum á veggjum. Ásgeir bætir við að gömlu félagarnir sem stofnuðu sveitina og voru á veggunum þurfi að fara upp aftur í römmum
Ásgeir lagði til að annar haus yrði á reikningum í framtíðinni
Jóhannes Baldvin hældi skýrslu stjórnar og uppgangi í sveitinni.
Ásgeir minnti á hálendisgæslu 10-17 ágúst.
Bjarni Þorsteins minnti meðlimi á dósasöfnun og að fleiri ættu að koma að því máli.
Jóhannes Baldvin sleit því næst fundi
Boðið var upp á kaffiveitingar að hætti hússins
Fundaritari: Erlendur Breiðfjörð
Til baka