Skaflasteik að hætti Trölla
Hvað þarf til að gera góða skaflasteik.
1. Vænt lambalæri, mjög vænt !!!!!2. Nokkrar stórar kartöflur3. Hrásalat og annað tilheyrandi meðlæti.4. Stór poki af grillkolum og uppkveikilögur.5. 1 flaska af góðu rauðvíniLærið búið að vera í búrinu í nokkra daga, kryddað síðan vel og vafið inn í álbréf áður en lagt er af stað í sleðaferð inn í hálendið.Eldamennska .Grafa svona 30 cm. Holu í snjóinn, holan fóðruð vel að innan með álbréfi.Sturtað öllu úr kolapokanum og sprautað vel úr uppkveikilögnum yfir (ekki að spara löginn) Kveikja svo í og þarf eldurinn helst að sjást vel úr byggð, þegar kolin grána er rétt að skella lærinu beint ofaná kolin, snúa lærinu síðan á 15 mínúta fresti.Þegar lærið hefur brætt snjóinn það mikið að menn rétt ná því ætti það að vera tilbúið ca. 80 mínútur fer eftir því hverjir eru í mat.Þegar maður er búin að flengjast daglangt á sleða þá getur engin skrautmatargerð á flottustu hótelum tekið þessu fram.
Gæti verið gott að fá nokkrar nýbakaðar lummur í desert,
ef þið hafið tíma
Ef sjúklingur andar ekki þarf að byrja á því að tryggja að öndunarvegur sé ekki stíflaður (kanna hvort aðskotahlutur eða tunga hindri loftstreymi til lungna) og fjarlægja stíflu ef svo er og einnig þarf maður að vera viss um að æðasláttur sé til staðar, ef enginn æðasláttur finnst verður að beita hjartahnoði.
Ef slasaður andar ekki þá: