Skyndihjálp
Að hindra lost
Losthætta er alltaf til staðar í slysum sérstaklega ef um stóra áverka er að ræða eins og miklar blæðingar, lemstranir, brjóstholsáverka, kviðarholsáverka, innvortis blæðingar og stór brunasár.
Til að draga úr losthættu:
- Leggið slasaðan með höfuð lægra en fætur til að auka blóðstreymi til hjartans.
- Farið varlega með sjúkling og veitið fyrstu hjálp. Óvarkárni í meðferð eykur losthættu.
- Gefið ekki að drekka en væta má varir ef sjúklingur kvartar undan þorsta.
- Talið rólega við hinn slasaða og segið honum að hjálp sé á leiðinni.
- Verjið gegn kulda.
- Fylgist vel með púls og öndun