Áttun á vef: Skip Navigation LinksBrák > FÉLAGIÐ > Saga sveitarinnar
S
M
Þ
M
F
F
L
26
27
28
29
30
31
1

2
3
4
5
6
7
8

9
10
11
12
13
14
15

16
17
18
19
20
21
22

23
24
25
26
27
28
29

30
1
2
3
4
5
6

Fyrri mánuður
júní 2024
Næsti mánuður

Upphaf björgunar og slysavarnastarfs hér í Borgarfirði má rekja aftur til ársins 1949.  Þriðjudaginn 22. Mars það ár á mjög fjölmennum borgarafundi sem haldin var í samkomuhúsinu í Borgarnesi og hófst með stuttri ræðu og bæn Séra Leós Júlíussonar sóknarprests á Borg á Mýrum,  var stofnuð að frumkvæði Slysavarnafélags Íslands og nokkurra heimamanna slysavarnadeild sem gefið var nafnið Þjóðbjörg.Ari Guðmundsson vegaverkstjóri lýsti í fáum orðum undirbúningi að félagsstofnunni. Helstu forvígismenn að stofnunni voru frá SVFÍ  Jón E. Bergsveinsson, erindreki og heimamennirnir sem að undirbúningi komu voru Finnbogi Guðlaugsson forstjóri, sem kosin var fyrsti formaður, frú Ólöf Sigvaldadóttir, Hervald Björnsson skólastjóri,  Jón Guðmundsson verkamaður sem húsið Héríhöll er kennt við og Þórhildur Bachmann ungfrú eins og segir í fyrstu fundargerð. Í fulltrúaráð voru kjörin Kristján Gestsson, Geir Bachmann, Þorsteinn Helgason, Geirlaug Jónsdóttir frú og Ólöf Pétursdóttir ungfrú. Endurskoðendur voru kjörin Ragney Eggertsdóttir ungfrú og Friðrik Þórðarson forstjóri sem einnig var fundarstjóri stofnfundarins.

 

Fljótlegar varð til innan Þjóðbjargar hópur vaskra manna sem störfuðu undir merkjum Björgunarsveitar Borgarness sem tilbúnir voru til þess að fara til hjálpar og aðstoðar við þá sem í nauðir og háska rötuðu hvort heldur var innan héraðs eða utan og fyrsti formaður Björgunarsveitar Borgarness var kjörin Ari Guðmundsson vegaverkstjóri. Fyrstu útköll sem vitað er til að björgunarsveitin hafi tekið þátt í var umfangsmikil leit að ungu barni sem varð úti í uppsveitum Borgarfjarðar og einnig tóku þeir þátt í leit að sjúkraflugvél sem fórst við fjallið Sátu í Hnappadal og með henni flugmaður og öldruð hjón.Á árabilinu frá 1960 og fram undir 1970 eru ekki til öruggar heimildir um það hvort einhver starfsemi hefur verið innan björgunarsveitarinnar en leiða má líkum að því að svo hafi þó verið, en starfsemi Þjóðbjargar var með miklum blóma og svo varð um langa tíð.


Það er svo ekki fyrr en skömmu fyrir 1970 að hingað í Borgarnes flyst ásamt fjölskyldu sinni Ólafsfirðingur nokkur Guðmundur S. Finnsson að nafni sem áratugum saman veitti vélaverkstæði Vegagerðarinnar forstöðu.

Með komu Guðmundar má segja að nýir tímar hafi runnið upp í Borgarnesi og héraðinu öllu hvað björgunar og slysavarnamál varðar hann fyllti alla þá sem hann umgengust mikilli bjartsýni, eldmóði og trú á það að gera veg Slysavarnafélags Íslands sem mestan innan Borgarfjarðarhéraðs sem og varð og upp úr því var Björgunarsveitin Brák  stofnuð fyrst björgunarsveita í Borgarfjarðarhéraði.

 

Fljótlega upp úr 1970 var ráðist í það stórvirki meir af bjartsýni en efnum að eignast björgunarbíl varð það úr að keyptur var af Breiðuvíkurhreppi á Snæfellsnesi gamall Dodge Weeapon sem notaður hafði verið til þess að safna saman mjólk í hreppnum þegar Brák eignaðist hann var það lítið meira en fjögur hjól, grindin og stýri upp úr þessu var svo okkar fyrsti bíll HROLLUR smíðaður.

 

Um svipað leiti eignaðist sveitin sinn fyrsta slöngubát með utanborðsvél og varð af því mikið öryggi vegna tíðra slysa sem urðu á vötnum og ám í héraðinu á þessum árum. Fljótlega bættist við annar bíll af gerðinni Chevrolet C-10 sem keyptur var af Borgarfjarðarlæknishéraði en hann var fyrsti sjúkrabíll sem var sem slíkur hér í héraðinu þjónuðu þessir bílar okkur fram til ársins 1980 en þá um haustið eignaðist Brák sinn fyrsta bíl sem keyptur var nýr af gerðinni Ford Econoline er þessi öldungur enn þann dag í dag í okkar þjónustu og ber aldurinn vel. Mikið vatn er til sjávar runnið síðan þetta var og nokkrir bílar aðrir verið í þjónustu okkar þennan tíma í dag er Brák mjög vel tækjum búinn hvað ökutæki varðar.

Húsnæðismál voru ekki upp á marga fiska fyrstu árin fyrsta skjólið sem Hrollur gamli hafði var braggi sem stóð þar sem leikvöllurinn í Bjargslandinu er í dag næst var flutt í hinn endann á Borgarnesi eða úti í Brákarey en til margra ára var aðsetur okkar í gamla hafnarhúsinu sem bæði var þröngt og óvistlegt , en húsið hafði góða sál og  þar var grunnurinn lagður að þeirri aðstöðu sem við búum við í dag og í kringum 1990 flytjum við svo í húsnæðið okkar að Brákarbraut 18 sem líkja má við að hafa komast til himnaríkis miðað við þá ömurlegu aðstöðu sem búið hafði verið við mörg árin á undan.

 

En sú uppbygging sem varð eftir að Guðmundur S. Finnsson kom að málum var ekki fyrirhafnarlaus oft þurfti að beita bæði áræði og útsjónarsemi til þess að hlutirnir gengju upp og að þessu starfi með Guðmundi komu margir mætir menn sem of langt mál væri að telja upp hér. Fyrir þetta ber þeim sem yngri eru að þakka og virða það góða og mikla óeigingjarna starf sem frumherjarnir skildu eftir sig öllum til hagsbóta og höfum það í huga að einn fyrir alla og allir fyrir einn með það að leiðarljósi verður starfsemi Björgunarsveitarinnar Brákar tryggð um ókomna áratugi.

 

“ Styðjum göfugt starf í verki, stöndum vörð um okkar merki ,,

 


         BKÞ.  
 

Framundan