|
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
október 2024
Forvarnir
Forvarnir er mjög mikilvægur liður í að auka öryggi okkar hvar sem við erum stödd og því er nauðsynlegt að kynna sér vel um umhverfi sitt og kynna sér forvarnir. Með því að kynna sér forvarnir má oft koma í veg fyrir slys og vera meðvitaður um hættur sem kunna að leynast í umhverfinu.
Hér fyrir neðan má finna hlekki þar sem má afla sér upplýsinga um forvarnir:
Almannavarnir:
Forvarnahúsið:
Markmið með forvarnarhúsinu er að efla og samræma forvarnir í landinu með aðal áherslu á slysavarnir og er því öflugt þekkingasetur um slysavarnir. Eitt helsta hlutverk forvarnarhússins er að miðla upplýsingum og fræða almenning um slysavarnir. Slóðin á vef forvarnarhússins er www.forvarnarhusid.is
Á vef forvarnarhússins er ýmislegt sem vert er að kynna sér:
- Heimilið að utan - (barnið úti, lóðin, reiðhjólið, bílinn, heimilið frá augum þjófsins, börn og reiðhjól)
- Heimilið að innan - (eldhúsið, baðherbergið, barnaherbergið, stigar, gluggar og gler, hurðir, rafmagn og rafmagnstæki, almenn öryggisatriði á heimilinu, eldvarnir, heitt vatn - stillum hitann, leikföng, barnavörur)
- Frítíminn - (ferðalög, fjölskyldan á ferðalagi, reiðhjólið, línuskautar og hlaupahjól, tómstundir, útlönd, snjóbretti, hjólabretti, trampólín, stökkskór- kengúruskór, vatn)
- Umferðin - (Bíllinn, mótorhjólið, ökumaðurinn, eldri ökumenn, vegurinn, akstur, veðurfar og akstursaðstæður, námskeið ungra ökumanna, viðurlög við umferðarlagabrotum)
- Vinnan (hvers vegna ættu fyrirtæki að vinna að forvörnum, fræðsla og starfsþjálfun, notkun persónuhlífa, líkamsbeiting, notkun véla og tækja, neyðaráætlun, eldvarnir og skyndihjálp)
Heilræði
Skyndihjálp
Hjartaáfall
Hjartaáfall er afleiðing þess að blóðstreymi til einhvers hluta hjartans minnkar skyndilega eða stöðvast. Skjót greining og rétt viðbrögð er forsenda þess að einstaklingur haldi lífi og nái viðunandi bata.
Einkenni
- Óþægilegur þrýstingur, tak eða sársauki fyrir miðju brjóstinu, sem varir lengur en fáeinar mínútur eða kemur og fer.
- Verkur sem leiðir út í herðar, háls, kjálka, handleggi eða bak.
- Óþægindi fyrir brjósti, sem fylgja svimi, yfirlið, ógleði, sviti og mæði.
- Verkur af völdum hjartaáfalls getur komið fram jafnt í hvíld sem eftir hreyfingu. Hann varir lengur en 10 mínútur og hverfur ekki fyrir tilverknað lyfja.
Skyndihjálp
- Hringdu í Neyðarlínuna (1-1-2).
- Fylgstu náið með ástandi einstaklingsins.
- Hagræða honum í þægilega stöðu.
- Aðstoðaðu hann við töku hjartalyfs ef hann á það.
- Byrjaðu endurlífgun ef viðkomandi missir meðvitund og hættir að anda.
Hjartakveisa Kransæðaþrenglsum getur fylgt brjóstverkur(hjartaöng) rétt eins og hjartaáfalli. Hjartakveisa getur orðið vart eftir líkamlega áreynslu, í kulda, við tilfinningalegt álag eða eftir máltíð. Verkurinn varir sjaldnast lengur en 10 mínútur og hverfur við hvíld eða lyfjatöku.
|
|