Áttun á vef: Skip Navigation LinksBrák > FRÉTTIR > Ferðasögur
S
M
Þ
M
F
F
L
25
26
27
28
29
1
2

3
4
5
6
7
8
9

10
11
12
13
14
15
16

17
18
19
20
21
22
23

24
25
26
27
28
29
30

31
1
2
3
4
5
6

Fyrri mánuður
mars 2024
Næsti mánuður
6. október 2010 19:17

Skroppið á fjöll

Sleðaferðir

 

Margar ferðirnar höfum við félagarnir í Tröllaríki farið á sleðum um hálendi Íslands.

Fyrsta eftirminnilega ferðin til Hveravella var farin um páskana 1975

Nokkrar ferðir með félögum í björgunarsveitum höfum við farið til Hveravalla og í einni ferðinni lenti hópurinn í leit að tíndum sleðamanni á Langjökli.

 

Flestar lengri ferðirnar okkar félaganna hafa verið í Laugafell, lengi var það fastur liður að við héldum á fjöll á annan í páskum og var verið alla vikuna á fjöllum.

Þá mátti treysta á að laust pláss væri í flestum eða öllum skálum á miðhálendinu.

Laugafell er einn albesti staður á hálendinu, hitaveita er í húsinu, notaleg laug og til að fullkomna sæluna er klósettsetan volg, bara að sitja ekki of lengi.

Þarna undum við okkur oft með þægilegum dagsferðum en stundum var haldið lengra, stundum allt suður í Landmannalaugar.

Tvær ferðir höfum við farið í Snæfell , á leiðinni austur var gist í Laugafelli og Sigurðarskála, komið við í Gæsavötnum og Kistufelli og á bakaleiðinni var farið í Öskju, áður en stefnan var sett á Tröllakirkju og þaðan í Laugafell.

Nokkrar ferðir höfum við farið á Hornstrandir og höfum við þá haft bækistöð í Reykjafirði og ferðast út frá þeim góða stað, hitaveita og sundlaug gera þann stað að paradís.

Það segir sig sjálft að oft urðum við veðurtepptir en eftir að leiðsögutækin komu var hægt að ferðast af meira öryggi þó skyggnið væri lélegt en aldrei var lagt af stað í vitlausu veðri,nægjanlegt var að fá á sig vitlaust veður sem stundum skeður fyrirvaralítið og þá er notalegt þegar skáli birtist allt í einu í sortanum.

Öll skemmtilegu atvikin og allskonar vandamál hafa gert þessar ferðir eftirminnilegar, læt eina snögga en skemmtilega fylgja.

 

Þverfell – Landakot á Nýabæjarfjalli.

 

Eins og oft áður ákváðum við Guðmundur I. Waage að fara í sleðaferð, sest var á sleðana heima á túni á bænum Þverfelli í Lundareykjadal,en  þau heiðurshjónin Björn og Þórdís fylgdust vel með sínum mönnum og alltaf urðum við að kíkja í kaffi og gera grein fyrir hvert skyldi halda og hvenær við kæmum til baka áður en lagt var á fjöll.

Eftir hefðbundin kaffisopa var stefnan tekin á Tröllaríki en það er lítill skáli sem við eigum fjórir félagar, þarna gistum við en morguninn eftir var hið fegursta veður og tókum við stefnuna á  Mosaskarðið en þaðan er stutt í Hagavatnsskálann en þar var tekið kaffipása.

Þaðan lá leiðin inn með Jarlhettunum og þar sem minn maður vill alls ekki fara yfir Hvítárvatn á ís var stefnan sett á brúna á Hvítá, eftir stutt stopp var rennt fram í Árbúð og þaðan í skálann við Þverbrekknamúla og  kíkt við í Strýtunum áður en renndum í hlað á Hveravöllum þar sem við borðuðum og settum bensín á sleðana.

Veðrið var frábært og við héldum í Ingólfsskála og þaðan í Laugafell en þar ætluðum við að gista.

Þegar við komum í Laugafell voru þar fyrir þýskir skíðagöngumenn sem ætluðu að ganga suður Sprengisand, einn af þjóðverjunum var meiddur á fæti og lá inni, fréttum síðan að þeir hefðu gefist upp og verið sóttir af björgunarsveitarmönnum.

Þar sem við vorum á góðum tíma og veður fallegt var ákveðið breyta áætlun og renna fram Nýabæjarfjallið  og gista í Landakoti en það er góður skáli sem frumherjar sleðamennskunnar á Akureyri eiga.

Þegar við komum í skála var sólin sest og hitastigið komið í mínus 17 gráður og féll hratt, endaði með því að súlan hvarf, þá var frostið komið niður fyrir 25 gráður samkvæmt hitamæli hússins, vitum ekki hvar það endaði.

Við skiptum með okkur verkum annar fór á að koma hita í húsið en hinn gróf holu til að grilla lærið.

Það passaði að þegar öll hitatæki hússins voru farin að virka voru grillkolin orðin heit og lærið og kartöflurnar komnar á sinn stað.

Núna var veðrið orðið þannig að úti var nýstingskuldi og mikið af ísnálum á ferðinni, þá gerist það að félagi minn varð að sinna frumþörfunum og ákvað hann að vera léttklæddur þegar hann hlypi út en það var skilda að fara vel frá húsinu og grafa holu í snjóinn.

Það fór vel um mig inni enda húsið farið að hitan, allt í einu er hurðin rifin upp og inn ryðst tröllið nötrandi úr kulda, þegar hann var orðin það heitur að hann mátti mæla tilkynnti hann að svona gerði hann aldrei aftur, kuldinn og ísnálarnar hafi verið það aðgangsharðar að hann hafi haldið að sín síðasta stund væri upprunnin.

Guðmundur er snyrtimenni og því hafði hann farið lengra frá húsinu en skinsamlegt er hægt að telja við þessar aðstæður, þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann lenti í vandræðum þegar kom að því að sinna frumþörfunum en sú ferð er efni í aðra sögu og best að hann segi hana sjálfur.

Varð ég að sinna allri útivinnu þetta kvöld en minn maður sat við kamínuna og sagðist vera að bjarga mannslífi.

Maturinn bragðaðist að sjálfsögðu vel, góður hiti kominn í skálann, okkur leið vel, rifjuðum upp sögur af ferðum á fjöllum, spiluðum marías og tveggja manna brids áður en Óli Lokbrá tók völdin í þessum notalega skála.

Morgunn eftir vorum við ferðbúnir stuttu eftir að sólin fór að senda geisla sína á Nýabæjarfjallið.

Við renndum í Laugafell og núna var húsið mannlaust enda þjóðverjarnir lagðir af stað í sína stuttu ferð.

Í Ingólfsskála stoppuðum við og fengum okkur smá næringu, eftir stutt stopp var stefnan sett á Hveravelli en þar var borðað og tekið bensín.

Við héldum suður Kjöl, höfum alltaf verið hrifnari af þeirri leið frekar en fara eftir Langjökli.

Heldur hröðuðum við för enda veðurspáin leiðinleg og farið að þykkna upp, okkur sóttist ferðin vel og að Þverfelli vorum við komnir fyrir kvöldmat.

Enn ein góð ferð að baki og bara eftir að skila sér í Borgarnes.

 

Kveðja

Björn H.

 


Til baka

Senda á Facebook
MBlyxWhxbmK
- 25.3.2012 11:22:59 Hidden due to low comment rniatg. .Vonandi betri en Voronin en feessi ge6i er ekkert af0 fara af0 kveikja ed farvalsdeildinni ne6sta vetur. Fre1be6rt hvaf0 menn eru alltaf spenntir fyrir nfdjum signings, eiginlega sama hverjir feaf0 eru.c9g fe9kk reyndar fregnir fre1 belgedskum vini mednum sem fylgist mjf6g vel mef0 belgedska boltanum, og hann var sannfe6rf0ur um af0 feessi gaur ve6ri algerlega af0 fre9tta. c9g er ekki eins sannfe6rf0ur og hann og tel af0 fearna se9 komin hin nfdji Erik Meijer. 0
zvvngadUvvpkfGx
gHlwpnHRzT
tjQwDb , [url=http://clwuqgogdeic.com/]clwuqgogdeic[/url], [link=http://knqtqcgyjtej.com/]knqtqcgyjtej[/link], http://ipzlwiqminbj.com/
QIyAvBxd
cfmyfsgfWIUwQSBtdEQ
- 28.3.2012 10:15:44 dBIw6W , [url=http://kmyqnaixznjh.com/]kmyqnaixznjh[/url], [link=http://gapqazbqqlgx.com/]gapqazbqqlgx[/link], http://snhhnhowtdbt.com/
BpHBIYIZExGBaNLhMr
xTKHDJLJPDcSgj
Ne4men e5hhh, vad avis jag blir!! Har du redan badat? Vilken he4rlig resa ni varit pe5 med me5nga fina bilder. Gillar't. Kramar till dig
HAxYgUeNzWph

Framundan