Hópur björgunarmanna frá Brák fór til aðstoðar á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku í gærkvöldi, en þar sátu bílar fastir vegna ófærðar og óveðurs. Auk Brákar komu félagar frá Bjsv. Heiðari, Bjsv. Ok, Bjsv. Húnum, Bjsv. Blöndu og Bjsv. Strönd að aðstoð á þessum stöðum. Fjöldi ökumanna og farþega var fluttur í Reykjaskóla þar sem fólk gisti í nótt. Eftirfarandi er frétt um aðstæður á Holtavörðuheiði fengin af vef Morgunblaðsins.
meira...