Það var föstudagskvöldið 13.janúar sem nokkrir félagar og Bsv.Brák lögðu af stað í gönguferð og var ferðinni heitið inná Langavatnsdal, það átti að byrja að ganga rétt við Sauðhúsaskóg og fara inní Borghreppingakofa og gista þar fyrstu nóttina og halda svo áfram í Álfthreppingakofa á laugardegi og koma svo niður hjá Grenjum um miðjan dag á sunnudegi, svona var dagskráin í grófum dráttum.
Dagana á undan þá snjóaði alveg lifandi býsn á vesturlandi svo fólk var aðeins að velta fyrir sér hvort að það væri sniðugt að taka með gönguskíði en það átti eftir að koma í ljós að það hefði verið betra.
Pétur og Unnsteinn keyrðu okkur innfyrir Sauðhúsaskóg og byrjuðum við svo að labba um kl.10 á föstudagskvöldi, þar sem ekki hafði gefist tími til að fara með kyndigræjur inní Borghreppingakofa var “púlka” (nokkurskonar afbrygði af snjóþotu) höfð með í för og átti að skiptast á að draga hana inneftir en á henni vorum við með sameigilega bunaðinn gas kyndara eitthvern mat og eitthvað fleira, það er skemst frá því að segja að Kerstin dró hana nánast alla leið en ég (Ásgeir) þurfti nú samt að draga púlkuna síðasta spölin (upp tröppurnar og inn um dyrnar á skálanum) ?
Víkjum nú sögunni aftur að göngunni, fljótlega eftir að við byrjuðum að ganga þá brast á stórhríð og skafrenningur og var það ekki til að bæta ástandið því við urðum að vaða snjó alla leið inneftir og náði snjórinn ýmist í hné eða mitti og höfum við aldrey á ævinni gengið í jafn miklum snjó og þarna, skiptust Ásgeir og Halla á að riðja slóð fyrir hópinn en einnig kom GPS tækið sem Pétur lánaði okkur mjög vel því þar var til punktar af leiðinni en einhvernveginn hafði maður ekki spáð í að það þyrfti gps tæki til að fara inní Langavatnsdal búin að fara þessa leið svona oft.
Þessa rétt rúma 5 km sem við gengum þarna tók okkur 4klst og 15 mín að ganga þar sem stundum var markmiðið að komast uppá grasþúfuna þarna framundan sem var kanski í 3m. fjarlægð og hafði einhver að orði að það hafi kanski ekki verið gáfulegt að fara í gönguferð föstudaginn 13.
En þegar við komum loks í kofa um kl.2.15 eftir að hafa vaðið snjó og krapa var byrjað á að koma kyndingu í gang og svo var slegið upp veislu með rúgbrauði, reyktum lax og laxasósu, en ein stelpan var svo þreytt að hún fór strax í svefnpoka og sofnaði svo skyndilega að henni gafst ekki tími til að slökkva á ennisljósinu sínu heldur sofnaði með það lýsandi beint uppí loftið.
Á sunnudeginum var vaknað um kl. 11 en fólk var frekar þreytt eftir gönguna kvöldið áður og treystu sumir sér ekki til að ganga í næsta kofa og var þá ákveðið að halda kyrru fyrir en þeir sem vildu fóru í gönguferð uppá Réttarmúla, létum við vita af breyttu ferðaplani en þá fréttum við að bílaflokkur væri að reyna að komast inní Álfthreppingakofa til að taka á móti okkur og kynda upp áður en við kæmum, hugulsamir
En þeim gekk mjög ílla að komast sökum snjóa og snéru við þegar þeir fréttu af okkur.
Um kvöldið voru bakaðaðar pönnukökur að sjálfsögðu og svo fóru allir snemma að sofa en áður þá var Eiríkur með stafakennslu með skukkamyndum við mikinn fögnuð þeirra sem voru komnir í poka.
Á sunnudeginum var svo skálinn þrifinn og haldið af stað heim þegar við vorum komin langleiðina í Sauðhúsaskóg komu sleðamenn á móti okkur og tóku farangur þeirra sem það vildu en gátu ekki tekið farþega því þeir voru í basli því snjórinn var algjört púður og erifitt að stýra sleðunum við gengum svo að bílunum sem biðu niður við Gljúfurá hjá Sauðhúsaskógi, ég skil nú ekkert í bílstjórunum sem komu að sækja okkur að hafa ekki haft með sér gos því meira að segja Pepsí hefði verið keypt á yfirverði. ?
Til baka