Unglingadeildin Brák skrapp til Vestmannaeyja helgina 18-20 jan 2008.
Það var lagt af stað frá Pétursborg kl 16:00 á föstudeginum, þar voru komnir 9 krakkar og 2 umsjónamenn en það voru Sigurborg og Halla, við fengum Pétur til að keyra okkur til Þorlákshafnar.
|
Unnið með börur í Herjólfsdal |
Þar sem við lögðum svo tímalega af stað þá var ákveðið að stoppa í sjoppu á leiðinni. Þegar við komum í Þorglákshöfn þá var Herjólfur ekki kominn þannig að við skoðuðum bjsv í Þorlákshöfn þar fengu krakkarnir að skoða aðstöðuna sem unglingarnir þar hafa og við fengum að skoða húsið.
|
Magnaðar æfingar |
Þegar dallurinn var kominn þá var rölt um borð og haft það kósí þá lá leið okkar til “útlanda” eins og krakkarnir sögðu það , við vorum 3 tíma á leiðinni og það var bara blíðskapar veður á leiðinni.
Klukkan var orðin eithvað um hálf 23:00 þegar við komum í höfn í eyjum, þá voru umsjónamennirnir í unglingadeildini þar mættir að ná í okkur á 3 bílim 1 undir farangur, 1 undir okkur og svo 1 undir umsjónamennina.
Þá var brunað í bjsv húsið þar og við komum okkur fyrir og svo var farið að sofa.
|
Samvinna er nauðsinleg í björgunnarsveit |
Laugardagur. Það var vaknað snemma um morgunin eða um 7 leitið svo var farið í alskins verkefni kl.8. Það var farið í skyndihjálp, böruburð, böruhífingu, og 2 leitarverkefni, svo var farið inn í Herjólfsdal að bruna (renna) og búa til snjókalla. Eftir hádegið þá var farið með okkur í smá siglingu á björgunarskipinu Þór þarna aðeins í kring, þegar við komum í land þá var farið í klifurveggin þar var stoppað dágóða stund. Við fórum öll út að borða á Pizza 67 eftir það var svo farið upp í hús og þar vorum við í alskins leikjum og voru þar ýmis skemtiatriði og farið að sofa seint um kvöldið.
|
Unglingadeildir frá Vestmannaeyjum og Borgarnesi |
Sunnudagur. Þá fengum við að sofa til kl 9 þá var farið út í leiki til hádeigis, svo var farið að taka aðeins til og farið svo í sund eftir sundið þá tókum við til alveg eftir okkur og svo var bara farið í Herjólf kl 16 og lagt af stað heim eftir vel heppnaða ferð
Þegar við komum í höfni í Þorlákshöfn þá var Jón póstur kominn að ná í okkur og svo var lagt af stað heim á leið það var stoppað í sjoppu í Mosó og fengið sér aðeins í goggin.
Við vorum kominn heim í Pétursborg um kl 22-22:30.
Takk fyrir æðislega ferð krakkar og Halla
Sigurborg
Til baka