Að laugardagskvöldinu 11.júlí kom Soffía Sigurðardóttir úr
Björgunarfélagi Árborgar og fór yfir leitartækni með
leitarhestahópi þar sem mættir voru Arnar, Guðbjörn, Halla,
Heiða og Siggi Þorsteins, en aðrir félagar voru að sjálfsögðu
líka velkomnir. Eftir yfirferðina fór Soffía með sérlegri aðstoð
Sigga Þorsteins að skoða svæði fyrir leitaræfingu, á meðan
var farið að ná í hrossin sem dreifð eru víða um Borgarfjörð.
Daginn eftir var...
haldin leitaræfing þar sem áhersla var lögð á knapa sem
leitarmenn, leitartækni og sporrakningar. Lagt var af stað
frá Pétursborg kl. 10:00 og var förinni heitið uppí Einkunnir
þar sem að Soffía var búin að fela hann Finn sem var týndur,
drukkinn drengur í ástarsorg, og vísbendingar um ferðir hans.
Leitin tók sinn tíma enda svæðið nokkuð erfitt til leitar en
Finnur (kraftgalli) fannst á endanum og allar vísbendingarnar.
Eftirá var farið yfir æfinguna og hún skoðuð ofan í kjölinn,
hvað gert var vel og hvað hefði betur mátt fara.
Nokkuð ljóst er að bæði menn og hestar lærðu alveg helling
af leitartækni-yfirferðinni og æfingunni. Soffíu og Sigga eru
færðar bestu þakkir fyrir frábæra helgi! Einnig vill
leitarhestahópur þakka eigendum fyrir afnot af hestakerrum,
hestagerði og kaffistofu.
Áhugasömum er bent á heimasíðu leitarhesta sem er: http://leitarhestar.123.is/ eða senda e-mail á
msar_iceland(hjá)yahoo.com
Til baka