Áttun á vef: Skip Navigation LinksBrák > FRÉTTIR
S
M
Þ
M
F
F
L
30
1
2
3
4
5
6

7
8
9
10
11
12
13

14
15
16
17
18
19
20

21
22
23
24
25
26
27

28
29
30
31
1
2
3

4
5
6
7
8
9
10

Fyrri mánuður
júlí 2024
Næsti mánuður
3. júní 2012 12:36

Skírn á bátum, bátar og meiri bátar á Sjómannadaginn

Björgunarsveitin Brák óskar landsmönnum öllum velfarnaðar á degi Sjómanna, 3 . júní 2012.

Því miður sjáum við okkur ekki fært að vera með neitt húllumhæ líkt og undan farin ár á þessum fallega degi en vonandi bætum við það upp næsta ár.

 

Það er þó við hæfi að fjalla stuttlega um bátana okkar sem hafa verið meira á ferðinni undanfarið en oft áður. 

Þann 19. maí sl. var haldin Bátamessa á Akranesi og tók Brák þátt í henni. Björgunarbátar og skip alls staðar að af landinu voru saman kominir og sigldu undir stjórn bátaflokks Brákar inn Borgarfjörð og undir Borgarfjarðarbrúnna sem og komu í land í Borgarneshöfn sem skartaði sínu fegusta í tilefni dagsins.

 

Það dró þó til enn meiri bátatíðinda hjá Brák því þann 2. júní sl. voru björgunarbátar Brákar skírðir við hátíðlega athöfn í Englendingavík í Borgarnesi.

 

Séra Elínborg Sturludóttir sá um að blessa blessaða bátana og fór henni það verk vel út hendi.

 

Bátar Brákar bera nú þau nöfn Einar Guðbjartsson (stóri báturinn) eftir Einari T. Guðbjartssyni og Sæmundur (litli báturinn) eftir Sæmundi Sigmundssyni sérleyfishafa.

 

Ættingjar Einars T. Guðbjartssonar heitins, fyrrum félaga Brákar, voru sérstakir gestir við skírnina og veittu þeir Brák peningagjöf að því tilefni og er þeim þakkað fyrir velvildina.

 

Ekki var Sæmundur viðstaddur athöfnina þar sem hann var líklega í áætlunarferð.

 

Að lokum vill Brák minna fólk á að fara varlega í fríinu og búa sig vel því þó að það sé bongó blíða eina stundina getur snjóað þá næstu á Íslandi.

 

Eigið frábært sumar!!


Til baka

Senda á Facebook

Framundan