Björgunarsveitin Brák, Björgunarsveitin Heiðar og Skógræktarfélag Borgarfjarðar munu standa fyrir héraðsvænni jólatrjáasölu um næstu helgi og síðustu dagana fyrir jól.
Um næstu helgi er fólk velkomið í skógana þar sem það getur valið og höggvið sér jólatré. Boðið verður upp á heita drykki. Eitt verð 5.500 kr.
Laugardaginn 15. desember:
o Einkunnir: Björgunarsveitin Brák stendur vaktina kl. 11-16.
o Grafarkot: Björgunarsveitin Heiðar stendur vaktina kl. 12-16.
o Reykholt: Skógræktarfélag Borgarfjarðar stendur vaktina kl. 11-16. Einnig verður lítill jólamarkaður í Höskuldargerði.
Sunnudaginn 16. desember:
o Grafarkot: Björgunarsveitin Heiðar stendur vaktina kl. 12-16.
Dagarnir 20. til 23. desember
Björgunarsveitin Brák stendur vaktina í Búrekstrardeild KB kl. 14-18.
Til baka