Áttun á vef: Skip Navigation LinksBrák > FRÉTTIR
S
M
Þ
M
F
F
L
29
30
1
2
3
4
5

6
7
8
9
10
11
12

13
14
15
16
17
18
19

20
21
22
23
24
25
26

27
28
29
30
31
1
2

3
4
5
6
7
8
9

Fyrri mánuður
júlí 2025
Næsti mánuður
21. nóvember 2007 22:35

Humber í yfirhalnigu

Miðvikudaginn 21 nóvember fór Humber, stærri bátur Brákar í yfirhalnigu í R.Sigmundsyni í Reykajvík.

Stendur  til að  yfirfara mótorana og annan búnað í bátnum sem hefur annars staðið sig vel í þau 8 ár sem hann hefur verið í Borgarnesi. Er von að þessu verki ljúki  seint í næstu viku ef allt gengur að óskum.

 

Eitt er það sem gott væri að fá álit hjá sveitarmeðlimu en það er að öll merkilegri fley bera nafn.

 

Verður nú að ráða bót á því og gaman væri að fá uppástungur sveitarmeðlima um ákjósanlegt nafn á skútuna.

 


Til baka

Senda á Facebook
Nafn á björgunarbátana okkar.
- 22.11.2007 09:45:22 Húsnæðið okkar ber nafnið Pétursborg eftir einum af frumherjum Brákar Pétri Albetssyni frá Kárastöðum sem lést langt fyrir aldur fram. Þegar Humberinn kom nýr þá stakk undirritaður upp á því á fundi að halda því áfram að heiðra minningu látinna stofnfélaga og lagði það til að bátnum yrði gefið nafnið Einar Guðbjartsson, því miður varð ekkert af því þá nú er það spurningin hvort ekki eigi að ganga í verkið og ég legg það til að minni báturinn verði látinn bera nafnið Páll Guðbjartsson. Það færi ekki illa á því að bátarnir bæru nöfn þeirra bræðra sem gengnir eru þeir voru miklar driffjaðrir í starfsemi Brákar á upphafsárum hennar og mjög tengdir sjónum og björgunarstörfum meðal annars komu þeir að björgun skipbrotsmanna af togaranum Sargon sem strandaði undir Hafnarmúla en myndir af því eru uppistaða myndefnis myndarinnar Björgunarafrekið undir Látrabjargi. Ef af þessari góðu hugmynd verður þá verður það að vera í algerri sátt og samvinnu við aðstendendur þeirra bræðra.
Bjarni Kristinn Þorsteinsson
Bátanöfn
Mér líst vel á þessar hugmynd Bjarni. Þarna eru komnir menn sem við getum stolt nefnt bátana eftir og ekki spillir fyir að að halda í sögur Brákar.
Erlendur Breiðfjörð

Framundan